|
Helstu heimildir |
|
AMAP (1997). Arctic Pollution Issues
(Mengunarvandamál á heimskautasvæðunum).
Skýrsla um umhverfisáhrif í heimskautalöndunum.
188 bls.
Mjög vel skrifað yfirlit um kerfi heimskautasvæða,
náttúruleg ferli, vistfræði og íbúa
(fyrstu 70 bls.) Síðan er útskýrt hvernig
mismunandi spilliefni komast inn í kerfið, flytjast til
innan þess og hver áhrif þeirra eru á
menn og umhverfi. Helsta heimild um margar tölfræðilegar
upplýsingar (Einnig til á rússnesku?). |
|
Callaghan, T. & Nuttall, M.
(útg.) (2000). The Arctic Environment, People, Policy (Heimskautasvæðin,
fólk og framtíðarstefna) Harwood Academic Publishers,
Amsterdam. 647 bls.
Yfirgripsmikið yfirlit um náttúrulegt umhverfi;
lífríki á landi í ferskvatni og sjó,
þ.m.t. heilsufar manna; félagsleg og pólitísk
viðhorf; áhrif mannsins á náttúrufar
heimskautasvæðanna og hvert stefnir í þeim
málum. Kaflarnir 22 eru skrifaðir af 35 sérfræðingum
frá 8 mismunandi löndum. Þeir fjalla um efnið
á ítarlegan, vandaðan og hlutlausan hátt.
Dýrt rit, en hefur að geyma mikilvægar upplýsingar.
|
|
Chernov, Yu. I. (1980). Zhizn'
tundry. Izdatel'stvo. Mysl. Ensk þýðing eftir D.
Love (1985). The living tundra. (lífkerfi túndrunnar)
Cambridge University Press. 213 bls.
Vönduð og yfirveguð innsýn í líffræði
norðurslóða, þar sem ítarlega er fjallað
um vistkerfi hinna margvíslegu tegunda, hvernig þær
tengjast hver annarri og með hvaða hætti þær
aðlagast umhverfi sínu. Sérlega góðar
lýsingar á náttúrufari og orkubúskap
jarðvegsins. Mjög aðgengilegt rit eftir einn af sérfræðingum
heimskautasvæðanna (til sem pappírskilja). |
|
Chapin et al (1992). Arctic Ecosystems
in a Changing Climate (Vistkerfi heimskautasvæða í
breytilegu loftslagi): Sameinar vistfræðileg og líffræðileg
viðhorf. Academic Press. 467 bls.
Fyrir þá sem eru tæknilega sinnaðir. Meðal
bestu ritraða sem enn hafa verið skrifaðar um hvernig
lífverur á heimskautasvæðum bregðast
við loftslagsbreytingum. Hefst með góðri almennri
kynningu á umhverfi og náttúrufari heimskautalanda;
þá er fjallað um orkubúskap kolefnis, vatns
og næringarefna; síðan víxlverkanir; að
lokum yfirlit. Samtengd röð ritgerða sem mynda djúpstæða
og íhugula heild. |
|
Fogg, G.E. (1998). The Biology
of Polar Habitats (Líffræði heimskautasvæða).
Oxford University Press, Oxford. 263 bls.
Traustur, vísindalegur samanburður á aðstæðum
og vistkerfum norður- og suðurskautsins. Geofrey Fogg fjallar
um heimkynni helstu tegunda af eigin reynslu og þekkingu.
Einnig er að finna í bók hans stutt yfirlit um
þau áhrif sem afskipti manna hafa haft á heimskutasvæðin.
Ekki auðveld aflestrar, en áreynslunnar virði. |
|
Kurlanski, M. (1997). Cod. A Biography
of the Fish that Changed the World. (Ævisaga þorsksins.)
Þessi bók takmarkast ekki við heimskautasvæðin,
en segir frá því á hrífandi hátt
hvernig ýmsar þjóðir nýttu þorskinn;
hvernig hann breytti efnahagslífi þeirra, olli styrjöldum
og breytti menningarheimum. Óþrjótandi auðlind
sem hélt uppi vistkerfi sjávar og heilla þjóða
- og hrundi að lokum. Kaflar bókarinnar tengja saman
mismunandi staði og tímabil og byggja þannig upp
heillandi mósaík. Frábær kennsla í
(ó)sjálfbærri nýtingu. |
|