The ArcticMainpage
Skoða stærra kort
PDF-version
PDF-útgáfa
af þessari grein
Heimskautasvæðin eru vistkerfi
eftir Bill Heal  
KAFLAR:
Fyrri kafliFyrri kafli Næsti kafliNæsti kafli
Vistkerfi á landi
Vistkerfi jarðar: heildarmyndin
  Vistkerfi jarðarinnar hafa áður tekið breytingum, eru nú að breytast og munu halda því áfram í framtíðinni.
  Kerfin bregðast við svæðis- og tímabundnum loftslagsbreytingum, allt frá litlum spildum innan túndrunnar, til breytinga á gróðri og dýralífi allt í kringum pólinn.
  Plöntur, dýr og örverur eru í nánum tengslum á hverju svæði, á yfirborðinu, í jarðveginum og í mismunandi landslagi.
  Hiti (orka) vatn, kolefni og næringarefni flytjast inn á svæðin, færast til innan þeirra og flytjast út úr þeim vegna líffræðilegra og eðlisfræðilegra þátta.
  Breytingar í andrúmslofti hafa áhrif á landið og breytingar á landi endurspeglast í andrúmsloftinu.
  Greina má mismunandi tegundir gróðurfars (vísindamenn eyða miklum tíma í að rökræða hvernig þær skuli flokkaðar) og ætla mætti að þær táknuðu mimunandi vistkerfi jarðarinnar. Þær have vissulega sín sérkenni og margvísleg innri tengsl. Í þeim skilningi er um vistkerfi að ræða. En hitt er jafnvíst að þau eru sívirk og taka breytingum; þau eru náskyld og tengjast náttúrulegu umhverfi sínu með dynamiskum og kröftugum hætti. Það er nauðsynlegt að skilja þessi víðtækari tengsl, þegar fjallað er um verndun tegunda og heimkynna þeirra, svo og nýtingu og stjórnun auðlinda. Breytingar á einum stað segja til sín annars staðar. Þetta táknar að breytingar á norðurslóðum hafa áhrif til suðurs, og öfugt. Eitt kerfi!
Fyrri kafliFyrri kafli Næsti kafliNæsti kafli
The Arctic is an Ecosystem, by Bill Heal. http://www.thearctic.is
Copyright Stefansson Arctic Institute and individual authors ©2000
Developed in partnership with the EU Raphael Programme