|
Breytilegt umhverfi
heimskautasvæðanna |
|
Vistkerfi heimskautalanda er eins
og púsluspil. Myndin er samsett úr mörgum pörtum.
Vistkerfin sem við þekkjum með sínar mismunandi
aðstæður og kjörlendi eru ekki, eins og sýnt
hefur verið fram á, einangruð og aðskilin hvert
frá öðru, heldur nátengd og vinna saman.
Þau breytast líka smám saman í samræmi
við tiltekna þætti í þróun umhverfisins.
Það eru svo þessir þættir sem ákvarða
uppbyggingu og hlutverk vistkerfa, virkni þeirra og viðbrögð
við síbreytilegu umhverfi. |
|
Hverjir eru svo þessir þættir?
Á landi, í ferskvatni og sjó er ríkjandi
þáttur hækkandi hitastig frá norðri
til suðurs. En til koma líka aðrar aðstæður
ytra umhverfis sem hafa veruleg áhrif á gerð og
starfsemi vistkerfanna. |
Sólarlag í skjólgóðum Eyjafirði.
(Jónas G. Allansson,
2000.) |
Á landi, frá ströndinni
og inn í landið, er það breytan úthafs-meginlandsloftslag
sem veldur vaxandi mun á hitastigi eftir árstíðum
og minnkandi úrkomu. Fjallgarðar, sér í
lagi í námunda við ströndina, hindra framrás
skýjanna og valda stóraukinni úrkomu á
afmörkuðum svæðum.
Fjöllin skapa líka afar breytilegt loftslag vegna hæðarmunar.
Ferskvatnskerfi stjórnast af staðháttum í
landslagi (halla og bratta) sem einkum eiga sér jarðfræðilegar
orsakir Jöklar og fljót skríða og renna til
sjávar eða dreifast um stórar, flatlendar túndrur
meginlandanna. |
|
Vistkerfi sjávarsíðunnar
taka breytingum frá ströndinni gegnum fjöruna þvert
yfir aflíðandi landgrunnið niður á mikið
dýpi þar sem hafsbotninn myndar dali, dældir
og fjöll sem eru spegilmynd landslagsins ofansjávar.
Hvernig bregðast þessi vistkerfi við mismunandi umhverfisþáttum?
Hvernig þróast gerð þeirra og virkni? Hvernig
breytast stykkin í púsluspilinu. Við skulum skoða
áhrifin nánar um leið og farið yfir breytur
undirkerfanna þriggja - á landi, í fersku vatni
og í sjó. |