|
Vistkerfi á
landi
Framtíð vistkerfa jarðarinnar |
|
Erfitt er að spá um breytingar
næstu 50-100 árin! Það þarf ekki einungis
að huga að breyttu jafnvægi hvað varðar framleiðslu
og rotnun innan kerfisins. Hér kemur einnig til álita
útbreiðsla gróðurs í kjölfar loftslagsbreytinganna.
Í þessu skyni má nota tölvulíkön.
Nýjasta líkanið tengir saman helstu loftslagsþættina
sem breytingunum valda og svörun gróðurfars og lífrænna
efna í jarðveginum. Búist er við að árlegur
meðalhiti á svæðinu hækki um 4 gráður
á Celsíus á þessari öld, meira lengst
til norðurs og minna á suðurslóðum heimskautalandanna
og svæðum norðurskóganna. Mun minni breytingar
verða á úrkomu, sem sennilega eykst einungis um
fáeina sentimetra á hverjum áratug. Á
þessum forsendum er líkanið síðan keyrt
frá 1850 til 2100 á svæðunum umhverfis norðurpólinn,
allt frá 50 gráðum norður. |
|
Líkanið gefur eftirfarandi
til kynna: |
|
- Barrskógar munu breiðast út á kostnað
túndrunnar
- Núverandi túndrur munu hafa minnkað um helming
árið 2100
- Vaxandi skógargróður mun gera betur en vega
upp á móti aukinni rotnun og því
mun svæðið halda áfram að safna í
sig kolefnisbirgðum alla öldina
|
|
Margt þarf þó að
taka með í reikninginn og slík líkön
gefa aldrei tæmandi niðurstöður. Breytingarnar
verða ekki jafnar og reglubundnar, heldur munu sums staðar
koma tímabil þar sem loftslagsbreytingin gengur til
baka um skemmri tíma (áratugi) vegna sérstakra
aðstæðna og loftslagssveiflna. Erfitt verður að
henda reiður á skammtíma sveiflum, að nokkru
vegna þess að svörun lífríkisins er
hægvirkari en þróun veðurfarsins. Kerfið
mun þó breytast, á því leikur enginn
vafi. |