The ArcticMainpage
Skoða stærra kort
PDF-version
PDF-útgáfa
af þessari grein
Heimskautasvæðin eru vistkerfi
eftir Bill Heal  
KAFLAR:
Fyrri kafliFyrri kafli Næsti kafliNæsti kafli
Rándýrið sem trónir á toppnum
  Fæðukerfin sem þegar hefur verið greint frá eru grófleg einföldun á raunveruleikanum. Margar aðrar tegundir tengjast þessu. Tegundir breyta um lífshætti og heimkynni eftir þroskastigum á æviskeiði sínu og staðháttum mismunandi svæða í norðrinu. Sannferðugri mynd fæst með því að skoða fæðukerfi Iníúta og Cree þjóðflokksins við Hudson Bay.
  Hér eru náin tengsl milli lífsmynstra í sjó, fersku vatni og á landi, allt frá plöntunum sem mynda grunn fæðukeðjunnar í ytra hring, gegnum grasbíti og rándýr í tveimur næstu hringjum til Inúíta og Cree í miðjunni. Tengslin eru marvísleg, með skörun milli mismunandi þrepa og fæðan er breytileg frá einni árstíð til annarrar. 
  Staða mannsins sem æðsta rándýrsins í fæðukerfinu hefur óæskilegar afleiðingar í för með sér, sér í lagi fyrir frumbyggja. Mikilvægur þáttur í aðlögun margra dýra á heimskautasvæðunum er söfnun fitu sem varaforða og til verndar gegn kulda. Þetta atriði ásamt því hve varanleg lífræn mengunarefni leysast auðveldlega upp í fitu veldur því að þessi aðskotaefni safnast upp í fæðukeðjunni, enda þótt aðeins örlítið magn þeirra sé fyrir hendi í umhverfinu. (* Neðra myndrit, bls. 95, Hansen) Þannig eru þessi efni komin inn í líkamsvefi frumbyggja í umtalsverðu magni.
  Frumbyggjar hafa nýtt auðlindir umhverfisins í þúsundir ára. Á síðustu öldum hafa hvalfangarar, veiðimenn og fiskimenn úr suðri fært sér auðlindir heimskautasvæðanna í nyt í sívaxandi mæli. Þetta hefur haft bein áhrif í þeim skilningi að veiðidýrum hefur fækkað verulega, t.d. vegna ofveiði á fiskistofnum. Áhrifin hafa einnig verið óbein, svo sem þegar rándýr snýr sér að annarri tegund, vegna þess að búið er að ofveiða hina hefðbundnu bráð þess. Miklar sveiflur eru í stofnum dýra og fiska. Öldum saman hafa verið stundaðar veiðar á þorski, síld og loðnu. Einkum hafa þorskveiðar haft veruleg áhrif á efnahag og menningu margra þjóða. En jafnvel þessi einstaklega framleiðni stofn, sem er bæði ránfiskur og mikilvæg bráð annarra tegunda, er nú aðeins orðinn eins og skugginn af sjálfum sér vegna ágengni rándýrsins sem trónir á toppnum, þ.e. mannsins sjálfs!
Fyrri kafliFyrri kafli Næsti kafliNæsti kafli
The Arctic is an Ecosystem, by Bill Heal. http://www.thearctic.is
Copyright Stefansson Arctic Institute and individual authors ©2000
Developed in partnership with the EU Raphael Programme