The ArcticMainpage
Skoða stærra kort
PDF-version
PDF-útgáfa
af þessari grein
Heimskautasvęšin eru vistkerfi
eftir Bill Heal  
KAFLAR:
Fyrri kafliFyrri kafli Næsti kafliNæsti kafli
Lengi tekur sjórinn við
  Í fyrstu vorleysingum flæðir kalt leysingavatn í stríðum straumi af öllum landsvæðum umhverfis Íshafið. Vatnsmagn í ám og fljótum er um 4000 rúmkílómetrar á ári. Hér er aðeins um að ræða um 2% af öllu innstreymi úr Atlantshafinu í Íshafið og, í mun minna mæli, úr Beringshafi, en í samanburði við önnur höf er þó um hátt hlutfall að ræða. Leysingavatnið flytur með sér næringarefni og setlög sem jöklar hafa mulið úr berginu. Er flóðið rénar, sekkur þyngri framburðurinn til botns, sér í lagi þar sem flatlent er, en feikna magn af fíngerðum sandi og leðju berst út í árósa og höf.
View Larger Image

Árlega ber Yenisey fljótið u.þ.b. 6 milljón tonn af jarðvegsefnum inn á grunnsævi Karahafsins í 600 rúmkílómetrum vatns. Hins vegar flytur Mackenzie fljótið sjö sinnum meiri framburð í Beaufort hafið, þótt það sé, hvað vatnsmagn varðar, aðeins hálfdrættingur á við Yenisey. Ástæðan fyrir þessum mismun er sú að Yenise rennur um flatlenda, frosna túndru, en vatnasvæði Mackenzie fljóts er minna um sig og brattara; þar er sífrerinn ekki eins ríkjandi og jarðvegur og bergmyndanir berskjaldaðri fyrir veðrun og ágangi vatns. 
View Larger Image

Árósar og óshólmar safna í sig megninu af framburði fljótanna, en sumt sekkur til botns á landgrunninu, sem undan strönd Síberíu nær 900 km til hafs. Aðeins 10-20% af framburði OB og Yenisey fljótanna berst lengra en í óshólmana og landgrunn Kara hafsins. Óshólmar Mackenzie fljóts bæta við sig nokkrum sentimetrum af setlögum ár hvert. Sumt af framburðinum rennur yfir hafísinn að vori, síðar litar hann geira út í sjóinn og myndar smákekki sem sökkva til botns. Lögun sjávarbotnsins, fjarlægð frá ströndinni og ísalög ráða mestu um gerð og mótun botnlaga á landgrunninu. Árvatnið og bráðnandi hafís kælir sjóinn yfir landgrunninu, en geislar sumarsólarinnar geta komið hitanum á grunnsævi upp í 4-5 gráður á Celsíus.
View Larger Image

View Larger Image

View Larger Image

Umfang hafķss ķ september og mars og helstu yfirboršs- straumar sem stżra hreyfingu hafķssins. 
Nśmerušu lķnurnar sżna įętlašan įrafjölda sem žaš tekur ķsinn į žessum staš aš hreyfast frį Ķshafinu, sušur ķ Noršur-Gręnlandshaf (Fram Strait).

Yfirborðssjórinn og hafísinn renna um Beaufort hringrásina og berast yfirleitt í vestur frá Austur-Íshafi yfir til Fram sunds og þaðan inn í Norður Atlantshaf. Hafísinn er aðeins 5-6 ár á leiðinni frá Chukchi hafi undan Alaska að Fram sundi, enda þótt heildarmyndin gefi ekki til kynna hve ólíkt ísinn hreyfist á mismunandi svæðum. 

Er svalur, lágsaltur yfirborðssjórinn (nálægt 0 gráðum á Celsíus)flæðir gegnum Fram sundið mætir hann og blandast hlýjum (3,5 -6,0 stig á Celsíus) Atlantshafssjó, er flytur með sér hitann úr suðurhöfum, en þaðan fær einmitt Golfstraumurinn orku sína. Það er svo fyrir tilverknað Golfstraumsins að loftslag á Svalbarða, Íslandi og í Vestur Evrópu er hlýrra en á samsvarandi breiddargráðum í Norður Ameríku og Rússlandi. Þegar hlýr, saltur Atlantssjórinn nær inn á heimskautasvæðin, kólnar hann og þéttist og sígur niður á meira dýpi. Þetta gerist hægt og bítandi, en á hverjum vetri sökkva nokkrar milljónir rúmmetra af sjó, blandast sjávarlögum sem dýpra liggja og streyma í suður við botn Atlantshafsins. Þetta er "færiband úthafanna" - hitahringrás sjávar - sem miðlar varma um jarðkringluna. 

Fyrri kafliFyrri kafli Næsti kafliNæsti kafli
The Arctic is an Ecosystem, by Bill Heal. http://www.thearctic.is
Copyright Stefansson Arctic Institute and individual authors ©2000
Developed in partnership with the EU Raphael Programme