The ArcticMainpage
Skoða stærra kort
PDF-version
PDF-útgáfa
af þessari grein
Heimskautasvæðin eru vistkerfi
eftir Bill Heal  
KAFLAR:
Fyrri kafliFyrri kafli Næsti kafliNæsti kafli
Snjór, ís og vatn
Gullnir fiskar norðursins
  Á stórum hluta heimskautasvæðanna er vatnið snautt að næringarefnum vegna þess að verður til er ís og snjór bráðnar og hart bergið inniheldur fá næringarefni. En þrátt fyrir næringarskortinn vaxa þörungar ágætlega, jafnvel undir ís í frosnum stöðuvötnum og leggja þannig grundvöll fæðukeðjunnar í hánorðri. Ýmsar tegundir krabbadýra nærast á þörungunum (t.d. vatnaflær og rækjutegundin Chirocephalus diaphanus) svo og skordýralirfur sem heimskautableikjan (Salvelinus alpinus) sækist eftir, en hún er hinn gullni fiskur norðurslóða og eina fisktegundin sem þrífst villt í vötnum í hánorðri. (heimskautableikja t.d. AMAP p24). Hún dafnar afar vel, lifir í aldarfjórðung eða meir, verður allt að 15-16 kíló á þyngd og þrífst alls staðar á svæðunum umhverfis norðurpólinn. Þessi eina tegund er gott dæmi um marga meginþætti í líffræði ferskvatnslífvera og vistfræði manna í norðrinu.
  Heimskautableikjan hefur aðlagast lágu hitastigi og veiðist á eyjum lengst í norðri, t.d. Svalbarða. Mestan hluta ársins heldur hún sig í ám og vötnum, leitar út á grunnsævi við strendur 1-2 mánuði á sumri til að nýta sér mikið fæðuframboð áður en hún snýr aftur upp á árnar til að hrygna. Kynþroskaaldur er afar breytilegur og hún getur hrygnt árlega, á tveggja ára fresti, eða sjaldnar allt eftir aðstæðum í umhverfinu. En sumir stofnar, sem eru allt árið í landluktum vötnum, geta þróað sín sérkenni sem gera þá frábrugðna fiskum á fjarlægum vatnasvæðum. Stundum skiptast stofnar í tvo stærðarflokka, minna afbrigði sem leitar fæðu meðal botndýra og dýrasvifs og stærra afbrigði sem étur svo það minna - nærist á eigin tegund. Raunar virðast afbrigðin nánast skiptast í tvær tegundir. Við nyrstu mörk heimkynna sinna, þar sem hún er eina fisktegundin, hefur heimskautableikjan afar sveigjanlegan lífsstíl.
  Lengra í suðri, á lægri breiddargráðum, deilir heimskautableikjan svæðum með öðrum fisktegundum sem þola illa kulda, en keppa við hana þar sem hitastig er hærra.
  Þar sem hún deilir heimkynnum með urriða (Salmo trutta) í Norður Svíþjóð, étur heimskautableikjan gjarna dýrasvif nálægt yfirborði, en urriðinn gæðir sér á botndýrum. En á vetrum heldur bleikjan áfram að nærast og flýtur sig niður að botni, en urriðinn hættir gjarna að taka til sín fæðu, því hann aðlagast ekki eins vel lágu hitastigi. Svipað samlífi sem byggist á árstíðabundinni skiptingu auðlinda á sér stað meðal heimskautableikju og lækjalontu (Salvelinus fontinalis) í Austur Kanada. Þegar fisktegundum fjölgar enn meir í sömu heimkynnum, verður fæðuval bleikjunnar jafnvel enn sérhæfðara og afmarkaðra.
  Þannig er vistfræðilegur sess heimskautableikjunnar, stærð hennar og önnur líffræðileg einkenni með afar breytilegum hætti við norðurmörk útbreiðslu hennar. Staða bleikjunnar og lífsferill þrengist og takmarkast vegna samkeppni stofna sem hafa minna kuldaþol, eftir því sem fjölbreytni tegunda vex við suðurmörk dreifingar hennar.
  Vistfræðileg einkenni heimskautableikjunnar eru dæmi um þann sveigjanleika sem trúlega er útbreiddur, en ekki svo augljós, meðal norðlægra dýra og plantna. Heimskautableikjan getur líka blandast náskyldum tegundum, eins og t.d. lækjalontu. Blöndun tegunda er einkennandi fyrir marga norðlæga fiskistofna, sem gefur til kynna að enn sé um að ræða virkt þróunarferli á þessu tiltölulega unga svæði.
  Vistfræði mannsins hefur líka haft mikil áhrif á vistfræði heimskautableikjunnar. Eftirfarandi listi yfir staðbundin og víðtæk áhrif geftur til kynna almennt inngrip manna í lífsmynstur norðurslóða.
View Larger Image

Við veiðar á Kamchatka fljóti í Rússlandi. Samtök íbúa í Bystrinsky héraði veiða fisk og deila út til fátækra og aldraðra íbúa héraðanna. 
(Emma Wilson, 1998)
Um margra alda skeið hafa Inúítar á Grænlandi og í heimskautalöndum Kanada valið sér fasta búsetu á stöðum þar sem vel hentar að veiða úr fiskigöngum sem fara hjá. Meðal Sama ríkti sú hefð að rækta upp bleikju í fjallavötnum til að eiga sér forðabúr meðfram farleiðum hreindýranna.

Veiðar í lagnet til lengri tíma valda mikilli fækkun stærri fiska og hafa þannig áhrif á uppbyggingu stofnsins og lífshlaup einstaklinganna. Notkun eiturefna og dynamits hefur eytt fiskistofnum við Svalbarða. Endurtekin ofveiði úr fiskigöngum í steingildrur "saputit" hefur eytt fiskistofnum á afmörkuðum svæðum við Grænland.

Víða hafa stíflugarðar til öflunar raforku breytt yfirborðsstöðu vatns, spillt hrygningu á grynningum, lagt stór flæmi undir vatn og takmarkað fæðuöflun.

Ofveiði mikilvægra tegunda (loðna, þorskur) hefur spillt fæðuöflun sjógöngubleikju með slæmum afleiðingum fyrir stofninn.
  Aðflutningur utanaðkomandi fiskistofna og ferskvatnsrækju til að "bæta" fiskiríið hefur leitt til fækkunar í bleikjustofnum vegna samkeppni, breytt erfðaeiginleikum vegna blöndunar og haft áhrif á fæðukeðjuna. Aðrar óvæntar afleiðingar hafa t.d. verið stórfækkun eða útrýming stofna á borð við hávellu (Clangula hyemalis) og annarra fugla sem lifa á fiski (lómar, fiskiendur og gjóðar; fiskiörn = Pandion haliaëtus).
  Hækkað sýrustig vegna loftmengunar úr suðri, sem safnast fyrir í snjónum vetrarlangt, segir skyndilega til sín með vorhlákunni. Slík mengun hefur útrýmt fiski úr mörgum vötnum í norðanverðri Skandinavíu, aukið við dýrasvif og fjölgað fuglum sem nærast á skordýrum, en fækkað fiskætum.
View Larger Image

Varanleg eiturefni í lífverum, þ.m.t. margskonar skordýraeitur, berast norður á bóginn, setjast í fituvefi og safnast saman er ofar dregur í fæðukeðjunni. Heimskautableikjan er um miðbik keðjunnar og í mörgum stofnum er mengun komin yfir hættumörk skv. opinberum skýrslum.

Hlýnandi loftslag verður til þess að mjög fer batnandi hagur keppinauta á nyrstu mörkum heimkynna sinna. Yfirburðir bleikjunnar í fæðuöflun að vetrarlagi munu minnka verulega vegna þess að hitastig er talið munu hækka hlutfallslega mest á vetrum. Bleikjan mun vinna ný svæði á nyrstu slóðum, en láta undan síga í suðri.
Fyrri kafliFyrri kafli Næsti kafliNæsti kafli
The Arctic is an Ecosystem, by Bill Heal. http://www.thearctic.is
Copyright Stefansson Arctic Institute and individual authors ©2000
Developed in partnership with the EU Raphael Programme