The ArcticMainpage
Skoða stærra kort
PDF-version
PDF-útgáfa
af þessari grein
Heimskautasvęšin eru vistkerfi
eftir Bill Heal  
KAFLAR:
Fyrri kafliFyrri kafli Næsti kafliNæsti kafli
Lengi tekur sjórinn við
Sjórinn iðar af lífi
  Samhengi og breytileiki umhverfisþátta (ís, berg, sand- og leðjulög, hiti, selta, straumar, næring, ljós) ákvarða líffræði kerfisins.
  Strendurnar. Árósar og óshólmar með söltum flæðilöndum og leðjuflákum, sand- og klettastrendur, víkur, vogar, firðir og sæhamrar eru línuverðir lands og sjávar - með sinn fótinn í hvoru ríki. Brattar strendur og flatir óshólmar eru ákjósanlegir staðir til að afla fæðu og ala upp afkvæmi. Og fuglarnir bera órækt vitni um auðlegð sjávarins. Þeir flykkjast norður til stuttrar sumardvalar, mörg þúsund kílómetra leið frá tempruðu beltunum og hitabeltislöndunum, jafnvel allt til suðurskautsins eins og krían gerir - árleg 32 þúsund kílómetra reisa fram og til baka.
  Í leirmýrum og á sandströndum er kraðak vaðfugla sem kroppa og krafsa eftir litlum krabbadýrum, lindýrum, ormum og smáfiskum. Vaðfuglar (lóuþrælar, rauðbrystingar, stelkar og sendlingar) verpa nánast eingöngu á heimskautasvæðunum. Sumir kunna líka vel að notfæra sér votlendi túndrunnar og stofnar nokkurra tegunda telja allt að 3,5 milljónir fugla. Kríur verpa saman í stórum hópum og kafa eftir smáfiski við ströndina. Í háum hömrum eða holum í grastóum verpir mergð fugla, stundum nokkur hundruð þúsund í einu innan sama varplendis. Þar eru teistur og langvíur, álkur, svölur, skarfar og lundar. Þessir fuglar veiða loðnu, sandsíli, þorsk og aðrar fisktegundir og verða gjarna fyrir árásum kjóa og máfa. Fugladritið er úrvals áburður fyrir fagurgrænar grastorfurnar í klettunum sem á sumrum bergmála af óstöðvandi gargi ábúendanna, en á vetrum ríkir þögnin ein.
  Landgrunn, sjór og úthaf. Grunnsævið við ströndina er heimkynni fjölskrúðugs lífríkis krabbadýra, lindýra, svampa, orma, sæfífla og krossfiska auk ýmissa tegunda smáfiska. Þessi dýr lifa á þörungum og svifi eða rotnandi úrgangsefnum og eru fæða stærri fiska, fugla og spendýra, eins og t.d. rostunga og sela. Á grunnsævi eru líka hrygningarstöðvar loðnu, þorsks og fleiri fisktegunda í mars og apríl. Í hverri loðnutorfu geta verið mörg hundruð tonn af fiski sem eftir hrygningu syndir út á haf allt að ísröndinni til að nærast á svifi og verður um leið bráð sjófugla og stærri fiska og dýra eins og þorsks, sela og hvala.
View Larger Image

Hafķsumfangiš eins og žaš getur oršiš mest og minnst.
(Arctic Pollution Issues: A State of the Arctic Environment Report, AMAP).
Ís gegnir mikilvægu hlutverki í vistkerfi hafsins. Á vetrum teygist ísinn langt til suðurs og nær mestri útbreiðslu í mars. Á sumrin dregst hann saman, en Íshafið er ávallt þakið breiðu af samþjöppuðum ís, sem er þrír metrar á þykkt eða meir og myndar hrauka bæði yfir og undir yfirborði. En jafnvel í þjöppuðum ísnum eru vakir (polynyas), meira að segja að vetrarlagi, en þær stafa af hreyfingu íss og öldugangi og uppstreymi hlýrri sjávar. Á sumrin eru opnar vakir u.þ.b. 10% af ísbreiðunni.Næringarefni sem berast með ám og fljótum, vegna uppstreymis sjávar eða falla til úr andrúmsloftinu eru efnafræðilegur grunnur þörungagróðurs. Þörungar vaxa á yfirborðinu, í og undir ísnum og í opnum sjó. Þeir hafa aðlagast lágum hita, en þrífast líka vel þar sem hiti er hærri vegna áhrifa "Færibands jarðkringlunnar". Einnig geta þeir vaxið í daufri skímunni af þeirri dagsbirtu sem nær gegnum ísinn. Þessir þörungar eru grunnframleiðendur - lykillinn að framleiðslu fæðukeðjunnar í inn- og úthöfum heimskautalandanna.
  Ísbrúnin, einkum á grunnsævi, einkennist af mikilli framleiðslu. Þar hefur þróast flókið fæðukerfi sem nær allt frá dýrum sem nærast á þörungum gegnum millistig hinna ýmsu rándýra allt til ísbjarnarins og heimskautarefsins sem flakka langt út á ísinn í fæðuleit. Í opnum sjó eru flotþörungar, eða plöntusvif, uppspretta fæðu fyrir stór og smá krabbadýr (áta) sem eru svo aftur étin af síld, loðnu og hinum ýmsu tegundum skíðishvala - sem nærast með því að sía þau úr sjónum. 
Fyrri kafliFyrri kafli Næsti kafliNæsti kafli
The Arctic is an Ecosystem, by Bill Heal. http://www.thearctic.is
Copyright Stefansson Arctic Institute and individual authors ©2000
Developed in partnership with the EU Raphael Programme