The ArcticMainpage
Skoða stærra kort
PDF-version
PDF-útgáfa
af þessari grein
Heimskautasvæðin eru vistkerfi
eftir Bill Heal
KAFLAR:
Fyrri kafliFyrri kafli Næsti kafliNæsti kafli
Vistkerfi á landi
Keðja lífs - og dauða
  Séð úr fjarlægð virðist ljóst hver étur hvern, ef brugðið er upp skyndimynd til skamms tíma.
  View Larger Image

Skófir ---> hreindýr ---> úlfur
Gras ---> læmingi ---> snjóugla
Birki ---> haustfiðrildi ---> smáfugl ---> fálki
Fræ ---> snjótittlingur ---> smyrill
  En í reynd er hér um að ræða flókna fæðukeðju, þar sem ekki eru skörp skil milli jurtaæta og kjötæta; flestar tegundir nærast á fjölbreyttri fæðu, þar sem mestu skiptir hvað er hægt að klófesta hverju sinni. Stóru rándýrin sem tróna efst í keðjunni, sækja í fjölbreytta bráð og mörg þeirra gera sér að góðu skordýr og jurtir þegar aðalfæðuna skortir. Lítil dýr éta ekki þau stærri - þótt það sé strangt tekið ekki alveg rétt, því sjá má refi éta skrokk af hreindýri sem drapst úr hungri, eða hrifsa varnarlausa nýfædda kálfa.
  Læmingjar og önnur minni spendýr eru aðalfæða margra rándýra. Hinar stóru sveiflur í læmingjastofninum gætu virst vandamál rándýra sem treysta á þá til að ala önn fyrir ósjálfbjarga ungum sínum fyrstu vikurnar eftir fæðingu. Sum rándýr bregðast við vandanum með því að aðlaga fjölda ómaga að framboði fæðunnar. Þegar læmingjastofninn er stór eftir vel heppnað vetrargot undir fönninni, eru mörg egg í hreiðrum snjóuglu og kjóa og hreysikettir eignast fjölda unga. Sama á við um önnur rándýr sem mörg hver ferðast langar leiðir til að sækja í læmingjamergðina. Við slíkar aðstæður geta hreindýr jafnvel lagt sér læmingja til munns. Svo hrynur læningjastofninn vegna ásóknar rándýra, sjúkdóma og ofbeitar og á næstu árum snarfækkar eggjum í hreiðrum ránfuglanna og sumir hverfa á braut. Þá er komið að því að læmingjastofninn taki að hressast á nýjan leik.
  Þetta er hinn sígilda hringrás læmingja með klassískri samvirkan rándýrs og veiðidýrs. - veiðidýrum fjölgar og á eftir fylgir vaxandi mergð rándýra sem með linnulausri ágengni fækka veiðdýrum og í kjölfarið fækkar svo rándýrunum sjálfum. Raunveruleg atburðarás er að vísu sjaldan alveg svona einföld, en þetta gefur hugmynd um nokkra hlekki samvirkrar fæðukeðju og það lykilhlutverk sem læmingjar gegna í vistkerfi heimskautasvæðanna. Innan þessarar samvirkni leynist svo annar þáttur kerfisins -rotnunarhringrásin.
  Læmingjar nærast á blaðfótum grasa og starartegunda. Þegar mergð læmingja er í hámarki, getur graslendi á túndrunni minnt á tún sem hefur verið slegið, en ekki er búið að hirða heyið af því. Nýfallin grösin og læmingjaskíturinn eru fæða fyrir bakteríur, sveppi, orma í jarðveginum og skordýralirfur, sem eru svo étnar af öðrum hryggleysingjum. Rotnunarhringrásin getur af sér mikinn fjölda fullvaxta skordýra sem bjöllur og köngulær gæða sér óspart á. Snemma sumars vex upp mergð af hrossaflugum, mýi og bitmýi sem eru aðalfæða annarra og meira áberandi hópa. Hér er um að ræða skordýraæturnar; grátittlinga, lævirkja, sólskríkjur, finkur og þar sem votlent er, vaðfugla. Allir þessir verða nú hluti fæðukeðjunnar ofanjarðar, bráð handa fálkum, kjóum og uglum. Þannig tengjast saman mismunandi hlekkir vistkerfisins.
Fyrri kafliFyrri kafli Næsti kafliNæsti kafli
The Arctic is an Ecosystem, by Bill Heal. http://www.thearctic.is
Copyright Stefansson Arctic Institute and individual authors ©2000
Developed in partnership with the EU Raphael Programme