The ArcticMainpage
Smellið til að sjá stærra
PDF-útgáfa af þessari grein
PDF-útgáfa
af þessari grein
Norðrið sem heimaland
eftir Piers Vitebsky
KAFLAR:
Fyrri kafliFyrri kafli Næsti kafliNæsti kafli
Deilur um land og auðlindir í heimi nútímans
Kostnaður og arður
  Vegna hins óblíða loftslags og mikilla fjarlægða getur það verið afar kostnaðarsamt að nýta auðlindir heimskautasvæðanna. Til dæmis getur það kostað 50 sinnum meira að bora eftir olíu í Beaufort hafinu en í hlýjum og aðgengilegum Mexikóflóanum. Búnaður glatast í stormum og jafnvel byggingar sem hýsa heimili og skrifstofur geta hrunið þegar hitinn frá þeim leitar niður og þíðir sífrerann sem þær eru byggðar á svo hann breytist í mýrarfen. Af sömu ástæðu er stundum ókleift að byggja og viðhalda vegum og járnbrautarlínum, eða gerð slíkra mannvirkja er óraunhæf vegna kostnaðar. Starfsmenn þurfa sérstakt húsnæði og fatnað og greiða þarf háar uppbætur á laun til að menn fáist til að starfa á svæðinu. Oft þarf að flytja fólk og búnað flugleiðis, og flugfarið í bæinn getur verið mjög dýrt.
  En það er ekki bara að allar birgðir þurfi að flytja með flugi. Hráefnin sem eru afrakstur iðjunnar verður að senda suður á bóginn til úrvinnslu. 1,7 milljón tunna af olíu frá Prudhoe Bay í Alaska eru fluttar daglega 1300 kílómetra leið gegnum Trans-Alaska olíuleiðslurnar til hafnarborgarinnar Valdez í suðri, en þar er íslaust allt árið. Í Valdez er olíunni dælt í tankskip og hún send áfram suður á bóginn til vesturstrandar Bandaríkjanna. Kostnaðurinn við gerð leiðslunnar var 8-9 milljarðar dollara árið 1974 en hann væri miklu hærri núna. En í Alaska er ekki unnt að byggja olíuhreinsistöðvar, svo að sumt af hreinsuðu olíunni er sent til baka sem bensín. En nú kostar bensínið fimm sinnum meira í Barrow, þar sem því var dælt upp úr jörðinni, heldur en í Seattle langt suður frá.
  Nú á dögum gefast fá tækifæri til nýta nokkrar auðlindir heimskautanna í litlum mæli. Slík vinnsla borgar sig alls ekki nema hún fari fram í stórum stíl og nýting margra stórra námusvæða sem hafa að geyma verðmæta málma er einfaldlega ekki hagkvæm. En það getur verið flókið dæmi að reikna kostnað og arðsemi. Það er t.d. jafnvel ennþá erfiðara og dýrara að leggja leiðslur frá gas- og olíulindum í Síberíu en í Alaska. En á móti hærri kostnaði kemur til álita að hluti útgjalda vegna verksins er greiddur í rúblum, en tekjur af því að selja eldsneyti til annarra landa eru í miklu verðmætari erlendum gjaldmiðlum. Því getur borgað sig fyrir Rússa að leggja slíkar leiðslur nánast án tillits til kostnaðar.
Fyrri kafliFyrri kafli Næsti kafliNæsti kafli
The Arctic is a Homeland, by Piers Vitebsky. http://www.thearctic.is
Copyright Stefansson Arctic Institute and individual authors ©2000
Developed in partnership with the EU Raphael Programme