|
Norðrið
sem heimaland
Fjölskyldulíf |
Fyrsti dagur skólaársins.
Eveny móðir með kornabarn á hestbaki.
|
Enda þótt fjölskyldur
foreldra og barna búi yfirleitt í sérstökum
húsum eða tjöldum, eru þær jafnframt
háðar stórum hópi ættingja og jafnvel
annarra sem þeir nefna ættingja. Þeir skipta með
sér eigum og aðstoða hver annan í daglegu
lífi. |
Fyrr á tímum lærðu
börnin alltaf störf hinna fullorðnu með því
að fylgjast með föður sínum að veiðum
eða móður sinni þegar hún var að
verka skinn. Nú búa sum þeirra í bæjum
og verða að læra takta og tilbrigði bæjarlífsins.
En þeir sem búa á túndrunni og í
skóginum standa nú andspænis vandamáli.
Til að læra að komast einnig af í heimi nútímans
verða þeir að fara í skóla. |
En oft eru skólarnir í
þorpum og bæjum langt frá heimilum foreldranna,
svo að börnin verða lengst af að búa fjarri
foreldrum sínum í heimavistarskólum. Þar
læra þau fræði sem eru í litlum tengslum
við lífið heima fyrir og þau fjarlægjast
heim foreldranna. Þeim er líka oft kennt á ensku,
rússnesku eða dönsku svo að þau glata
hæfileikanum til að tala sitt eigið tungumál.
Meðal Eveny fólksins, til dæmis, fara börnin
einungis úr þorpinu að sumarlagi til að sinna
hreindýrahjörðunum og læra því
aldrei að meðhöndla hreindýr yfir veturinn. |