The ArcticMainpage
Smellið til að sjá stærra
PDF-útgáfa af þessari grein
PDF-útgáfa
af þessari grein
Norðrið sem heimaland
eftir Piers Vitebsky
KAFLAR:
Fyrri kafliFyrri kafli Næsti kafliNæsti kafli
Heimskautasvæðin sem ystu byggðamörk
  Það var útþenslustefna Evrópumanna sem lokkaði þá til heimskautalandanna eins og svo margra annarra svæða á jörðinni. Á 16. og 17. öld, þegar landvinningar þeirra stóðu sem hæst, urðu Austurlönd fjær mikilvæg uppspretta gimsteina, kryddvöru og hágæða vefnaðarvöru. Þessi viðskipti gátu skilað gífurlegum hagnaði og þegar hefðbundnar siglingaleiðir suður fyrir Afríku og gegnum Miðausturlönd þóttu of langar eða hættulegar, fóru kaupahéðnar að leita svonefndrar norðvesturleiðar til fjarlægari Austurlanda milli eyjanna í Norður Kanada. Á sama tíma voru rússneskir sæfarar að kanna norðurströnd Síberíu í leit að norðausturleið um Beringssund til Asíu.
  Á 17. öld þustu rússneskir ævintýramenn yfir Síberíu, lögðu undir sig fámenna þjóðflokka sem urðu á vegi þeirra og náðu til strandar Kyrrahafsins á aðeins 60 árum, eftir að hafa lagt að baki nokkur þúsund kílómetra vegalengd. Þeir neyddu frumbyggjana til að veiða smærri loðdýr í þágu skinnaverslunar sinnar og svo hart var gengið að stofnunum að minnstu munaði að þessi dýr yrðu útdauð.
Smellið til að sjá stærra

Minnismerki um pólska pólitíska fanga sem tóku þátt í gerð Dudinka-Noril'sk járnbrautarinnar.
En rányrkjan tók á sig fleiri myndir. Frá 17. öld allt til loka 19. aldar notuðu Evrópubúar sápur og smurningsolíur framleiddar voru úr hvölum. Það voru einkum Bretar og Norðmenn sem stunduðu hvalveiðarnar og þeir drápu þúsundir hvala ár hvert í heimskautahöfunum. Stundum var ársveiðin meiri en heildarfjöldi hvala sem nú hefst við á þessum svæðum. Síbería varð "villta austrið" vettvangur útlaga, ofbeldis og glæpa. Á 19. öld rak keisarastjórnin í St. Pétursborg andstæðinga sína í útlegð til Síberíu og á 20. öld nýtti kommúnistastjórnin í Moskvu landsvæðið til að koma á stofn Gulag búðunum, stærstu fangabúðasamsteypu sem heimsbyggðin hefur nokkru sinni haft spurnir af.
Á síðasta tug 19. aldar geisaði gullæði í Alaska og nágrannahéraðinu Yukon í Kanada. 100,000 manns flykktust til Yukon héraðsins og Dawson City, fræg úr kvikmyndum, reis á svipstundu með 30,000 íbúa. Vegna vinnslu málma úr jörðu hefur nútíma iðnaðarbæjum fjölgað og þeir stækkað í öllum löndum á norðurslóðum síðan í seinni heimsstyrjöldinni. Þessi þróun hefur haft í för með sér miklar breytingar til hins verra fyrir fólkið sem bjó þarna fyrir.
  Frumbyggjar lifðu af landsins gæðum á mjög strjálbýlum svæðum. Þegar Evrópumenn komu fyrst, þurftu þeir oft að treysta á innfædda, einfaldlega til að læra að lifa af.

Smellið til að sjá stærra

Koparverksmiðja við tjarnir í vesturhverfum Noril'sk borgar.

Smellið til að sjá stærra

Noril'sk. Leninsky Prospect. Frá afmælishátíð bæjarins.

En Evrópumenn lifðu að verulegu leyti á verslun og þegar þeir smám saman tóku upp fasta búsetu, fluttu þeir með sér sína eigin lífshætti í þéttbýliskjörnum, þ.e. bæjum. Nú fá þeir oft greidda launauppbót fyrir að koma og starfa í þessum byggðum. Sumir bæjanna, t.d. Noril'sk í Síberíu, hafi vaxið upp í stórar borgir. Hinar miklu fjarlægðir tákna að byggðarlögin eru háð flugsamgöngum og víðtækri aðstoð varðandi alla aðdrætti, þar sem naumast er um nokkra vegi eða járnbrautir að ræða og ekkert er að sækja til nærliggjandi héraða.
Aðkomumennirnir geta ekki tileinkað sér daglegt fæði sem alfarið byggist á því kjötmeti sem landið gefur af sér. Því þurfa þeir að verða sér úti um miklar birgðir matvæla og annars sem til þæginda má verða annars staðar frá til að halda heilsu sinni og hamingju. Auðvitað eru til einstaklingar meðal hinna aðfluttu sem hafa aðlagast heimskautasvæðunum, og geta jafnvel lifað af landsins gæðum, alveg eins og til eru frumbyggjar sem eru algerlega háðir matvælum sem berast með flugi úr suðri og eru seld í þorpsbúðinni.
Byggðarlög þessi hafa risið af aðeins einni ástæðu. Tilgangur þeirra er að færa sér í nyt þeir auðlindir sem finnast á svæðinu og flytja þær suður á bóginn. Stór hluti aðfluttra dvelja aðeins um stundarsakir í bæjunum og flytja síðan aftur suður, kannske mun efnaðri. Í Sovétríkjunum gat hvítur maður tvöfaldað eða þrefaldað laun sín með því að starfa á norðursvæðunum.Hann átti svo forgang að húsnæði sem mikill skortur var á, þegar heim kom til Moskvu eða annarra borga í vesturhluta Sovétríkjanna.
Fyrri kafliFyrri kafli Næsti kafliNæsti kafli
The Arctic is a Homeland, by Piers Vitebsky. http://www.thearctic.is
Copyright Stefansson Arctic Institute and individual authors ©2000
Developed in partnership with the EU Raphael Programme