|
Norðrið
sem heimaland
Trúarbrögð |
|
Allir þjóðflokkar
sem búa á norðurslóðum trúa
á náið samband milli manns og náttúru.
Talið er að gagnkvæmur skilningur ríki milli
manna og dýra. Sagt hefur verið að dýrin hafi
anda sem geti haft áhrif á velferð manna. Þannig
ollu reiðir andar sjúkdómum og velviljaðir
andar hjálpuðu veiðimanninum með því
að láta dýr verða á vegi hans. Samkvæmt
hefbundinni trú, var hægt að komast að óskum
andanna gegnum miðil sem nefndur var shaman (seiðmaður
eða töfralæknir). Við sérstaka helgiathöfn
féll shaman í dá. Var þá talið
að sál miðilsins hefði yfirgefið líkamann
og flogið til lands andanna. Þar myndi miðillinn leitast
við að endurheimta sál hins sjúka sem andar
höfðu á valdi sínu, eða hann reyndi að
fá andana til að lofa því að sveltandi
hópi fólks áskotnaðist veiðidýr.
|
|
Meðal sumra Inúíta
var t.d. álitið að menn veiddu seli fyrir milligöngu
anda sem nefndur var Sækonan og hafði aðsetur á
hafsbotni. Ef menn hegðuðu sér illa refsaði hún
þeim með því að koma í veg fyrir
að þeir veiddu seli. Er selur hafði verið drepinn,
var honum boðið vatn að drekka og sál hans skilað
aftur til hafsins svo hann gæti endurfæðst í
líkama annars sels. Þar sem honum hafði verið
sýnd virðing í hinu fyrra tilviki, myndi "sami"
selurinn leyfa sama veiðimanninum að bana sér í
annað sinn. Jafnvel þótt margt í þessum
trúarbrögðum hafi tekið breytingum vegna kynna
af kristinni trú, er enn álitið að veiðar
séu háðar gagnkvæmri virðingu milli
sels og veiðimanns. |
Á verkstæði þar sem gerðar eru höggmyndir
með hefðbundnu sniði. |
Sumt í þessum átrúnaði
hefur veikst á okkar öld vegna áhrifa frá
kristniboðum, kennurum og embættismönnum. Lengi vel
sneru frumbyggjarnir sjálfir baki við trú af þessum
toga til að svo liti út sem þeir væru "nútímalegir".
Samt lifa þær enn góðu lífi margar
hugmyndirnar um samband manna og dýra. Sumir Inúítar
á Grænlandi hvísla enn "þakka þér
fyrir" að nýveidda selnum. Það er nú
svo komið að margir af yngri kynslóð frumbyggja,
sem horfa upp á skelfingar þær sem iðnaðarþjóðfélagið
leiðir yfir náttúruna, hafa hallast að hugmyndum
foreldra sinna og forfeðra og sjá þær nú
gjarna í nýju og betra ljósi. |
Jafnvel þeir sem ekki geta lengur
trúað á anda sjá eitthvað heilagt í
landslaginu; eitthvað sem menn finna fyrir þegar þeir
standa einir andspænis náttúruöflunum. |