Gasleišslur į Yamburg gasvinnslusvęšinu. |
Á Yamalskaga, norðan helstu
olíuvinnslusvæða í Síberíu,
hafa fundist miklar birgðir af náttúrugasi. Hér
er um að ræða lága, mýrlenda strandlengju
þar sem mikið er um fugl og fisk og hér býr
líka Nenet þjóðflokkurinn sem stundar hreindýrarækt.
Er vetur leggst að, reka þeir hreindýrin af túndrunni
í suðurátt til skóganna sem veita skjól
fyrir ísköldum heimskautastormum. Með vorinu koma
þeir aftur með dýrin á uppeldisstöðvar
kálfanna á miðjum skaganum. Um mitt sumar er svo
haldið til norðurstrandarinnar þar sem hafgolan veitir
vernd gegn moskítóflugunum. Gasbirgðirnar liggja
að hluta undir beitilöndunum, sem myndu spillast við
gasvinnsluna. Að auki myndi fyrirhuguð leiðsla, og járnbraut
í tengslum við hana, liggja þvert í gegnum
farleiðir hreindýranna. Jafnvel þótt jarðvegi
yrði ekki spillt, myndu þessar framkvæmdar gera
hreindýrunum ókleift að flakka um skagann í
a.m.k. áratug. |
Śtsżni frį gasvinnslusvęši (sandur) ķ įtt aš
gasverksmišju į Yamburg gasvinnslusvęšinu. |
Hreindýrahirðarnir sem
ekki eiga möguleika á öðru viðurværi
höfðu verulegar áhyggjur af þessum málum.
En þeir voru að því leyti lánsamir
að vandamálið kom upp einmitt um þær
mundir er þrýstihópar umhverfissinna voru að
komast til áhrifa í Sovétríkjunum. Náttúruverndarsinnar,
mannfræðingar og fleiri hófu upp hávær
mótmæli og hvassar rökræður þeirra
við embættismenn frá ráðuneytum gas-
og olíuvinnslu birtust í landsmálablöðum.
Árið 1989 voru áform um gasleiðsluna lögð
á hilluna til nokkurra ára, en vandamálið
mun sennilega skjóta upp kollinum á ný. Um
alla Síberíu eru héraðsstjórnir
nú farnar að krefjast þess að engin iðnaðaruppbygging
fari fram á landi þeirra án leyfis. Þeir
eru einnig þeirrar skoðunar að skila ætti aftur
til svæðisins sanngjörnu hlutfalli af arðinum,
fremur en halda honum öllum í Moskvu. Þeir benda
á að stór hluti af auðæfum landsins
verði til í þeirra héraði, en fólkið
á svæðinu búi samt enn við mikla fátækt.
Í öðrum löndum á norðurslóðum
er verið að setja fram svipaðar kröfur. |
|